Kökur og handavinna

Ekki gleyma sjálfri þér í amstri dagsins.

Prjónasýki

23. ágúst 2012 | amagnea

Ég veiktist af prjónasýki frekar ung, prjónaði mína fyrstu peysu í 8.bekk í grunnskóla. Ég virðist nú hafa jafnað mig á þessari sýki í menntaskóla en svo skall hún enn verr á í kringum 2011. Núna virðist ég ekki geta setið án þess að vera með pjróna í höndunum. Í dag hef ég prjónað nokkrar fullorðinspeysur, húfur, vettlinga, sokka, hárbönd og hárskraut. Mér finnst skemmtilegt að prufa nýjar og krefjandi uppskriftir en svo virðist maður yfirleitt detta í að prjóna það sem maður kann.

Hérna ætla ég að deila prjónadellunni minni. Verkefnum sem eru í gangi, sem ég hef lokið og sem mig langar að prufa.

Posted in Óflokkað, Handavinna, Prjón


(lokað er fyrir ritun ummæla).