Kökur og handavinna

Ekki gleyma sjálfri þér í amstri dagsins.

Nýtt og krefjandi

23. ágúst 2012 | amagnea

Allir sem hafa einhverntíman prjónað, sokka, vettlinga, peysu eða eitthvað sem þarf tvennt eins vita hvernig það er að vera búin með fyrra stykkið og eiga seinna stykkið eftir. Ég rakst á aðferð sem leysir þetta vandamál.

Maður prjónar báða sokkana(vettlinga, ermar á peysuna) í einu :O Ég var að leyta af sýnikennslu á því að prjóna tvennt með Magic Loop aðferðinni þegar ég rakst á þessa slóð http://www.knitty.com/ISSUEfall06/FEATextreme2in1.html
Þetta eru frábærar leiðbeiningar að því hvernig á að prjóna sokkaparið í einu. Fyrst gerði ég prufu og það tekur soldinn tíma að finna út hvernig er best að halda á böndunum til að fá sömu prjónafestu á báðum sokkum. Í prufunni varð annar sokkurinn töluvert minni en hinn en með MIKILLI þolinmæði fann ég aðferð sem virkar. Ég ákvað að prjóna á sjálfan mig kósý heima sokka. Já ég veit.. prjóna á sjálfan mig..

Ég er nú bara rétt nýbyrjuð, búin með 2 cm þegar ég þurfti að rekja upp næstum cm til að leysa úr flækju þar sem ég hafði krægt böndunum vitlaust saman.. En ég ætla ekki að gefast upp, ég er pottþétt á því að þegar þetta hefst og ég vanari að nota þessa aðferð eigi þetta eftir að stytta tímann á að prjóna sokkaparið alveg helling..

Læt vita hvernig framhaldið gengur.. og skelli inn myndum seinna..

Posted in Óflokkað, Handavinna, Prjón


(lokað er fyrir ritun ummæla).