Kökur og handavinna

Ekki gleyma sjálfri þér í amstri dagsins.

Afmælisgjöfin hennar mömmu

23. ágúst 2012 | amagnea

Eins og venjulega eru gjafir frá mér eitthvað prjónað.. Enda ást í hverri lykkju. Ein sem er að vinna með mér kom með bókina Prjónað úr íslenskri ull og þar fann ég flík sem ég varð að prjóna á mömmu. Afmælið hennar var framundan þannig þetta var alveg kjörið. Ég man því miður ekki nafnið á peysu/sjalinu (bæti því við seinna) en hérna er mynd af henni Peysu/sjalið sem ég prónaði á mömmu.
Ég prjónaði hana hvíta með gráum tónum neðst á ermunum og sjalinu. Peysan er prjónuð í einbandi en ég hafði aldrei prjónað úr því áður. Þegar ég settist niður og las uppskriftina þá hætti ég næstum við. En þá mundi ég besta prjónaráð sem mamma mín hefur gefið mér og það er “aldrei lesa framúr þér”. Ég ákvað því að byrja bara. Fitja upp lykkjur og prjóna lykkju fyrir lykkju eftir uppskriftinni. Og viti menn það tókst. En það fór MIKIL þolinmæði í þessa peysu enda öll í gatamunstri og alltaf brugðið til baka, ég er ekki hrifin af því að prjóna brugðið því ég prjóna það mun hægar en slétt. Þegar uppi var staðið og ég var búin að átta mig á munstrinu var þetta bara alls ekki svo erfitt. En tímafrekt var þetta. Því miður tókst mér ekki að klára hana fyrir afmælisdaginn hennar mömmu, en hún fékk hana á prjónunum (mömmu finnst það líka skemmtilegt að fá gjafir á prjónunum) og hún var svona líka ánægð. Lokst tókst mér að klára þetta verkefni sem mér fannst ætla að vera eeeeeeeeeeendalaust. Og mamma hefur ekki farið úr henni síðan. Ég viðurkenni það líka fúslega að stundum horfi ég á þessa flík og trúi því ekki að ég hafi í alvöru prjónað þetta. Held að þessi flík verði seint toppuð..

Myndi koma fljótlega.

Posted in Óflokkað, Handavinna, Kökur


(lokað er fyrir ritun ummæla).