Kökur og handavinna

Ekki gleyma sjálfri þér í amstri dagsins.

Nýtt og krefjandi

23. ágúst 2012 | amagnea

Allir sem hafa einhverntíman prjónað, sokka, vettlinga, peysu eða eitthvað sem þarf tvennt eins vita hvernig það er að vera búin með fyrra stykkið og eiga seinna stykkið eftir. Ég rakst á aðferð sem leysir þetta vandamál.

Maður prjónar báða sokkana(vettlinga, ermar á peysuna) í einu :O Ég var að leyta af sýnikennslu á því að prjóna tvennt með Magic Loop aðferðinni þegar ég rakst á þessa slóð http://www.knitty.com/ISSUEfall06/FEATextreme2in1.html
Þetta eru frábærar leiðbeiningar að því hvernig á að prjóna sokkaparið í einu. Fyrst gerði ég prufu og það tekur soldinn tíma að finna út hvernig er best að halda á böndunum til að fá sömu prjónafestu á báðum sokkum. Í prufunni varð annar sokkurinn töluvert minni en hinn en með MIKILLI þolinmæði fann ég aðferð sem virkar. Ég ákvað að prjóna á sjálfan mig kósý heima sokka. Já ég veit.. prjóna á sjálfan mig..

Ég er nú bara rétt nýbyrjuð, búin með 2 cm þegar ég þurfti að rekja upp næstum cm til að leysa úr flækju þar sem ég hafði krægt böndunum vitlaust saman.. En ég ætla ekki að gefast upp, ég er pottþétt á því að þegar þetta hefst og ég vanari að nota þessa aðferð eigi þetta eftir að stytta tímann á að prjóna sokkaparið alveg helling..

Læt vita hvernig framhaldið gengur.. og skelli inn myndum seinna..

Posted in Óflokkað, Handavinna, Prjón | Engin ummæli »

Afmælisgjöfin hennar mömmu

23. ágúst 2012 | amagnea

Eins og venjulega eru gjafir frá mér eitthvað prjónað.. Enda ást í hverri lykkju. Ein sem er að vinna með mér kom með bókina Prjónað úr íslenskri ull og þar fann ég flík sem ég varð að prjóna á mömmu. Afmælið hennar var framundan þannig þetta var alveg kjörið. Ég man því miður ekki nafnið á peysu/sjalinu (bæti því við seinna) en hérna er mynd af henni Peysu/sjalið sem ég prónaði á mömmu.
Ég prjónaði hana hvíta með gráum tónum neðst á ermunum og sjalinu. Peysan er prjónuð í einbandi en ég hafði aldrei prjónað úr því áður. Þegar ég settist niður og las uppskriftina þá hætti ég næstum við. En þá mundi ég besta prjónaráð sem mamma mín hefur gefið mér og það er “aldrei lesa framúr þér”. Ég ákvað því að byrja bara. Fitja upp lykkjur og prjóna lykkju fyrir lykkju eftir uppskriftinni. Og viti menn það tókst. En það fór MIKIL þolinmæði í þessa peysu enda öll í gatamunstri og alltaf brugðið til baka, ég er ekki hrifin af því að prjóna brugðið því ég prjóna það mun hægar en slétt. Þegar uppi var staðið og ég var búin að átta mig á munstrinu var þetta bara alls ekki svo erfitt. En tímafrekt var þetta. Því miður tókst mér ekki að klára hana fyrir afmælisdaginn hennar mömmu, en hún fékk hana á prjónunum (mömmu finnst það líka skemmtilegt að fá gjafir á prjónunum) og hún var svona líka ánægð. Lokst tókst mér að klára þetta verkefni sem mér fannst ætla að vera eeeeeeeeeeendalaust. Og mamma hefur ekki farið úr henni síðan. Ég viðurkenni það líka fúslega að stundum horfi ég á þessa flík og trúi því ekki að ég hafi í alvöru prjónað þetta. Held að þessi flík verði seint toppuð..

Myndi koma fljótlega.

Posted in Óflokkað, Handavinna, Kökur | Engin ummæli »

Prjónasýki

23. ágúst 2012 | amagnea

Ég veiktist af prjónasýki frekar ung, prjónaði mína fyrstu peysu í 8.bekk í grunnskóla. Ég virðist nú hafa jafnað mig á þessari sýki í menntaskóla en svo skall hún enn verr á í kringum 2011. Núna virðist ég ekki geta setið án þess að vera með pjróna í höndunum. Í dag hef ég prjónað nokkrar fullorðinspeysur, húfur, vettlinga, sokka, hárbönd og hárskraut. Mér finnst skemmtilegt að prufa nýjar og krefjandi uppskriftir en svo virðist maður yfirleitt detta í að prjóna það sem maður kann.

Hérna ætla ég að deila prjónadellunni minni. Verkefnum sem eru í gangi, sem ég hef lokið og sem mig langar að prufa.

Posted in Óflokkað, Handavinna, Prjón | Engin ummæli »

Prjón og heilsa

23. ágúst 2012 | amagnea

Taka 2 í að starta bloggi.

Já ég prjóna til að halda heilsunni. Veit ekkert eins gott og kúra í sófanum með Friends í sjónvarpinu og prjónana í höndunum. Sérstaklega ef það er eitthvað nýtt og spennandi og krefjandi sem ég er að prjóna.

Stundum er nú líka gott að vera með eitthvað klassíst sem ekki þarf mikið að pæla í á prjónunum eins og peysu eða sokka.

Vona að þetta verði skemmtilegur vetur með fullt af nýjum hlutum..

Posted in Óflokkað | Engin ummæli »

Myndir

21. febrúar 2012 | amagnea

Ætla að reyna komast í það í vikunni að safna saman þeim myndum sem ég á nú þegar af minni handavinnu og kökum. Þær hafa verið hingað til út um allt. Verður gaman að koma þeim öllum á einn stað.

Posted in Óflokkað, Almennt, Handavinna, Kökur | Engin ummæli »

Loksins komið að því…

20. febrúar 2012 | amagnea

Ég er lengi búin að hugsa um að starta bloggsíðu. Langar að hafa einn stað til að setja inn myndir af því sem ég er að leika mér að gera í frítíma. Bæði í eldhúsinu og í saumaherberginu. Ég er ein af þeim sem finnst best að hafa eitthvað í höndunum að dúlla mér við og í eldhúsinu slaka ég best á.

 Hér mun ég setja inn myndir af því sem ég er að gera, vangaveltur um hvað mig langar að gera og þess háttar.

Posted in Almennt | Engin ummæli »